14. október 2009

Höfðinginn minn

Það er ekki að sjá að hér hafi verið opnað þrisvar sinnum ..sama Títanium hliðið tekið út og sett svo aftur eftir að hafa gramsað og leitað af æxlisfrumum. Útkoman var áfram 3.stigs æxlisfrumur og eftir myndatöku í næstu viku þá verður ákveðið með lyfjameðferð.
Þetta er ekki létt verk...en minn ektakarl hamast við æfingarnar og á markmiðsfundi í morgun var ákveðið að hann kæmi í dagsheimsókn um helgina og helgina eftir fengi hann að gista....mikið grátið og erfiðast er þetta fyrir prinsinn okkar sem á erfitt með að skilja það að pabbi hans eigi kannski ekki eftir að nota aðra hendina þó hann geti gengið með hækju. Flækjurnar sem ég flétta mig inn í eru endalausar og stuttur þráðurinn gangvart kefinu....og þá er gott að vera í vinnunni og hugsa um 25 einstaklinga þar. bara bilun

1 ummæli:

  1. hæhæ
    Ég hugsa mikið til ykkar og vona af öllu mínu hjarta að styrkurinn komi aftur en ef ekki þá veit ég að þið eruð fólkið til að takast á við það.
    Knús og kossar til ykkar.
    Faðmaðu Sigga frá mér.

    kv. Fæðingarorlofskonan

    SvaraEyða